Vatnsdeigsbollur

8.bekkur skellti í bollur í tilefni bolludags.

Hér er uppskriftin:

Auglýsingar

Pítsa

Flestir hópar gera pítsu, þessi uppskrift er lítil, passleg fyrir einn.

1 dl volgt vatn

2 msk olía

½ tsk salt

1 ½ tsk þurrger

2 dl hveiti

 1. Stillið ofninn á 200 gráður og blástur.
 2. Látið allt í skál og hrærið saman með trésleif.
 3. Hnoðið vel í nokkrar mínútur, bætið við hveiti ef þarf en munið að það er betra að deigið klístrist smá heldur en það sé of þurrt.
 4. Fletjið deigið út og látið á plötu með bökunarpappír.
 5. Látið sósu, álegg og ost á pítsuna og bakið í 8-10 mínútur.

Rætur pítsunnar liggja óralangt aftur í tímann, allt til þess er mönnum datt fyrst í hug að láta eitthvað ofan á brauðdeig áður en það var bakað.

Armeníumenn segjast hafa fundið upp pítsuna löngu fyrir Krists burð og enn baka arabar flatar kökur úr gerdeigi sem þeir þekja með krydduðu kjötdeigi eða öðru áleggi.

Pítsur eins og nú þekkjast urðu til í Napolí á átjándu öld.

Upp úr því urðu pítsur algengar á Suður-Ítalíu en þær þekktust varla á Norður –Ítalíu fyrr en upp úr 1960.

Pítsur bárust til Ameríku með ítölskum innflytjendum, þar tóku þær ýmsum breytingum og bárust síðan aftur til Evrópu í byrjun nítjándu aldar.

Fyrsti íslenski veitingastaðurinn sem seldi pítsur mun hafa verið Smárakaffi við Laugarveg og var það rétt fyrir 1970.

Snúnar brauðstangir

8-bekkur var að baka fylltar, snúnar brauðstangir

1 ½ dl volgt vatn

1 msk olía

2 tsk þurrger

½  tsk salt

3 dl hveiti

        Sem fyllingu má nota fræ, ost krydd eða annað sem manni dettur í hug.

 1. Blandaðu saman vatninu og olíunni.
 2. Láttu þurrger, salt og hveiti í skálina og hrærðu vel saman.
 3. Hnoðaðu deigið, bættu við hveiti ef þarf, deigið á ekki að klístrast við hendurnar en næstum því, passaðu að láta ekki of mikið af hveiti þá verður deigið þurrt og vont að eiga við það.
 4. Flettu deigið út, penslaðu það með olíu og stráðu fyllingunni yfir.
 5. Brjóttu 1/3 af deiginu inn að miðju og síðan restina af deiginu yfir það þannig að þrjú lög séu af deigi.
 6. Láttu þetta nú lyfta sér í 10-15 mínútur.
 7. Flettu deigið aftur út þannig að það sé um 1 cm að þykkt.
 8. Notaðu pítsuhníf til að skera deigið í 1 cm ræmur.
 9. Snúðu nú upp á hverja stöng með því að rúlla með höndunum í sitt hvora áttina.
 10. Penslaðu stangirnar með olíu og láttu lyfta sér í 10-15 mínútur.
 11. Bakaðu við 200 gráður og blástur í 10-12 mínútur.

Brauð með pítsukryddi

5.bekkur bakaði brauð.

1 dl volgt vatn

1 msk olía

1 tsk þurrger

½ tsk salt

1 ½ dl hveiti

1 dl heilhveiti

1 tsk pítsukrydd

 1. Stillið ofninn á 200 gráður og blástur.
 2. Mælið allt hráefnið í skál og hrærið með sleif.
 3. Hnoðið með höndunum á borði þangað til deigið er alveg sprungulaust.
 4. Mótið brauð.
 5. Penslið brauðið með olíu og stráið pítsukryddi og smá salti yfir.
 6. Látið lyfta sér ofan á eldavélinni í um það bil 15–20 mínútur.
 7. Bakið í miðjum ofni við 200 gráður og blásturí 10–12 mínútur.

Svangi Mangi

7.bekkur eldaði pasta/hakkrétt.

2-3 dl pastaskrúfur

200 g hakk

1 msk olía

½ paprika

2 hvítlauksgeirar

smá svartur pipar

¼ tsk karrí

1 dl vatn

½ dl salsasósa

½ dl chile sósa eða tómatsósa

1 dl muldar flögur með ostabragði og rifinn ostur

 1. Sjóðið pastað eins og segir á pakkanum.
 2. Hitið olíuna á pönnu og steikið hakkið, paprikuna og hvítlaukinn.
 3. Kryddið. Látið hitann á minnsta.
 4. Bætið sósunum og vatninu saman við.
 5. Blandið soðnu pastanu saman við.
 6. Stráið muldum flögum og osti yfir og berið fram á pönnunni.

Ekta mexikósk salsa cruda er ósoðið mauk gert úr söxuðum tómötum, chili og lauk og oft krydduð með kóríander laufi.

Nafnið salsa þýðir einfaldlega sósa á spænsku en á alþjóðamáli er þetta heiti einkum notað um kryddaðar sósur og ídýfur sem gerðar eru í Mexíkó og Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Aðalefnin í amerískri salsa tómatar, hvítlaukur, laukur og chile pipar.

Þessar sósur eru sumar mjög sterkar og innihalda mikið af sterkum chilialdinum en aðrar eru bragðmildar.

Harðir kanilsnúðar

2 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

1 msk sykur

50 g smjörlíki

1 egg

Bráðið smjör eða olía og kanilsykur

 1. Látið hveiti, lyftiduft og sykur í skál.
 2. Myljið smjörlíkið saman við.
 3. Hrærið eggi saman við.
 4. Hnoðið deigið þar til það er sprungulaust og samfellt.
 5. Fletjið deigið út í aflanga köku, smyrjið hana með olíu og stráið kanilsykri yfir.
 6. Vefjið kökuna saman og skerið í fingurþykkar sneiðar.
 7. Raðið sneiðunum á bökunarplötu með pappír á og bakið í u.þ.b. 10 mínútur við 180 gráður og blástur.

Kanilsnúðar sem eru með lyftidufti eru harðir en kanelsnúðar sem eru með geri eru mjúkir.

Kanill er ilmríkur börkur af kaneltrénu, sem er sígrænt tré af lárviðarætt.

Kanill er með elstu kryddtegundum, hann var notaður í Egyptalandi fyrir fimm þúsund árum og getið er um notkun hans í Biblíunni og í fornum indverskum og kínverskum ritum.

Það voru arabar sem fluttu kanilinn til vesturlanda og til að viðhalda einokun sinni töldu þeir mönnum trú um að þeir vissu ekki hvaðan hann kæmi, því stórir fuglar kæmu fljúgandi með hann langa vegu og þeir stælu honum úr hreiðrum þeirra.

Í Austurlöndum er kanillinn oft notaður í kjötrétti en á vesturlöndum er hann aðallega notaður í sæta rétti.