Sarpur

Smákökur

Alla vikuna hafa nemendur bakað smákökur.

3.bekkur bakaði kökur úr bókinni Heimilisfræði 3 https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/heimilisfr3/#20

4 bekkur bakaði kökur úr bókinni Heimilisfræði 4 https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/heimilisfr4/#24

5.bekkur bakaði Sparikökur

6.bekkur bakaði Smákökur með RC.

7.bekkur bakaði Jólasveinakökur

8.bekkur bakaði Súkkulaði jólasmákökur

Súkkulaði jólasmákökur

8.bekkur bakaði í gær súkkulaði jólasmákökur.

70 g mjúkt smjör

1 egg

1 dl púðursykur

2 msk síróp

½ tsk vanilludropar

1 tsk matarsódi

¼ tsk salt

1 msk kakó

1 dl haframjöl

3 dl hveiti

½ dl saxað súkkulaði

  1. Stillið ofninn á 180 gráður og blástur.
  2. Hrærið saman með rafmagnsþeytara í 5 mínútur smjör, sykur, egg og síróp.
  3. Mælið allt annað saman við og hrærið með sleif.
  4. Látið á plötu með skeiðum og bakið í 10-15  mínútur eftir stærð.

Sama uppskrift – mismunandi bakarar.

Jólasveinakökur

7. bekkur bakaði í ár svokallaðar Jólasveinakökur.

90 g mjúkt smjör

1 dl sykur

1 egg

3 dl hveiti

½ tsk matarsódi

¼ tsk salt

½ tsk vanilludropar

2 msk kókosmjöl

2 msk súkkulaðispænir

2 msk súkkulaðiperlur eða karmellukurl

  1. Stillið ofninn á 180 gráður og blástur.
  2. Hrærið saman með rafmagnsþeytara smjör og sykur.
  3. Bætið út í eggjum og vanilludropum og hrærið áfram.
  4. Blandið öllu öðru saman við með sleif.
  5. Látið á bökunarpappír með teskeiðum.
  6. Bakið í um það bil 10-12 mínútur.

Hjónabandssæla með kókos og súkkulaði

7.bekkur var að baka aðeins óhefðbundna uppskrift af hjónabandssælu, mjög góð.

Hér er uppskriftin.

1 dl haframjöl

1 dl kókosmjöl

1 dl heilhveiti

1 dl hveiti

1 dl púðursykur

1 tsk lyftiduft

80 g smjörlíki

1 egg

Rabbabarasulta og 2 msk súkkulaðspænir eða súkkulaðidropar

  1. Látið í skál haframjöl, kókosmjöl, heilhveiti, hveiti, lyftiduft og púðursykur.
  2. Skerið smjörlíkið í litla bita og myljið það saman við með höndunum.
  3. Hrærið egginu saman við með sleif.
  4. Látið ¾ af deiginu í botninn á smurðu formi, látið sultuna ofan á og stráið súkkulaðinu yfir sultana, myljið síðan restinni af deiginu yfir.
  5. Bakið við 180 gráður og blástur í 15-20 mín.

Hjónabandsæla er algeng hversdagskaka sem á rætur að rekja til austurrískrar köku sem heitir Linzertorte.

Rabbabari er fjölær, harðgerð planta sem ræktuð er víða um Norður-Evrópu en er sennilega upprunnin í Norðvestur Kína eða Tíbet.

Talið er að rabbabari eða rótin af honum hafi verið notaður til lækninga í Kína fyrir meira en fimm þúsund árum.

Öldum saman var hann eingöngu ræktaður vegan rótarinnar.

Fyrir tvö þúsund árum fluttu Kínverjar til Evrópu þurrkaðar rabbabararætur og seldu þær háu verði.

Blöðin innihalda eiturefni og eru því aldrei borðuð.

Vorkökur

Fyrir nokkrum árum var það þannig að hóparnir sem voru eftir jól kvörtuðu mikið yfir því að missa af piparkökubakstinum.

Ég tók þá piparkökuuppskriftina, henti út kryddinu og lét vanilludropa í staðinn og kallaði uppskriftina vorkökur.

Pantaði á Amazon form sem ekki voru jólaleg og nú eru bakaðar vorkökur á vorönninni og allir glaðir.  Þetta vorið baka 3 – 8 bekkur vorkökur.

Ég hef það skipulag á tímunum að ég bý til deigið deginum áður og þau fá 200-300 g hvert.

Ef þau gera deigið líka þá verður tímastress.  Með þessu skipulagi geta allir verið að fletja út og stinga út í rólegheitum og þetta verður kósýtími hjá flestum.

Hér er uppskriftin: Vorkökur

Ljósar eða dökkar smákökur

Nemendur í 7.bekk fengu að velja ljósar eða dökkar smákökur.

Ég gleymdi að taka myndir en hér eru uppskriftirnar.

Ljósar:

100 g smjör

1 ½ dl sykur

1 egg

2 dl hveiti

½ tsk matarsódi

1 tsk vanilludropar

1 msk Royal búðingsduft

½ tsk salt

1 dl kókosmjöl

2 msk saxað súkkulaði

  1. Hrærðu lint smjör og sykur létt og ljóst.
  2. Bættu egginu saman við og hrærðu vel.
  3. Láttu allt annað saman við og hrærðu.
  4. Settu deigið á plötu með tveim teskeiðum.
  5. Bakaðu kökurnar í 7-10 mínútur.

Dökkar:

100 g smjör

1 ½ dl púðursykur

1 egg

2 dl hveiti

½ tsk matarsódi

1 tsk vanilludropar

1 msk Royal búðingsduft

½ tsk salt

2 msk kakó

1 dl haframjöl

2 msk saxað súkkulaði

  • Hrærðu lint smjör og sykur létt og ljóst.
  • Bættu egginu saman við og hrærðu vel.
  • Láttu allt annað saman við og hrærðu.
  • Settu deigið á plötu með tveim teskeiðum.
  • Bakaðu kökurnar í 7-10 mínútur.

Jólamuffins

          5.bekkur var að baka jólamuffins.

50 g bráðið smjör

1 dl sykur

1 egg

1 dl mjólk

2 tsk lyftiduft

1 tsk kanill

½ tsk engifer

3 dl hveiti

2 msk saxað súkkulaði eða Síríus karmellukurl

2 msk söxuð kirsuber eða trönuber (má sleppa)

  1. Stiltu ofninn á 180 gráður og blástur.
  2. Hrærðu saman smjöri, sykri og eggi með sleif.
  3. Bættu öllu öðru saman við og hrærðu vel saman.
  4. Láttu deigið í pappírsform eða smurð muffinsform.

Athugaðu að mótin eiga aðeins að vera hálf.

Bakaðu í miðjum ofni í 10-15 mín.

Smákökur

Þá er komið að jólasmákökunum.

3.bekkur: https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/heimilisfr3/#20

4.bekkur: https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/heimilisfr4/#24

5.bekkur: https://eldabaka.wordpress.com/2017/12/05/sparikokur/

6.bekkur: https://eldabaka.wordpress.com/2016/12/15/smakokur-fra-6-bekk/

7.bekkur: https://eldabaka.wordpress.com/2019/12/19/ljosar-eda-dokkar-smakokur/

8.bekkur: https://eldabaka.wordpress.com/2017/12/05/heidarskolakokur/

Smákökur

Í þessari viku eru flestir hópar að baka smákökur.

 

Hér eru uppskriftirnar:

4. bekkur: https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/heimilisfr4/#24

5.bekkur: Sparikökur

6. bekkur: Sparikökur

7.bekkur: Smákökur frá 6-bekk

8 bekkur og valhópur: Heiðarskólakökur

 

Næstum því ekki óhollar hafrakökur

Unglingarnir í bakstursvali voru að baka hafrakökur með kókos og fræjum.

Þessar eru í uppáhaldi hjá mér.

20181107_091305

Hér er uppskriftin:

https://eldabaka.wordpress.com/2016/09/27/naestum-thvi-ekki-ohollar-hafrakokur/

Tvílit muffins

7.bekkur bakaði muffins.

½ dl bráðið smjör

1 dl sykur

1 egg

1 dl mjólk

1 tsk vanilludropar

¼ tsk salt

2 tsk lyftiduft

3 dl hveiti

  1. Hitaðu ofninn í 200 gráður og blástur.
  2. Hrærðu saman smjöri, sykri og eggi með peruþeytara í 5 mín.
  3. Bættu öllu öðru saman við og hrærðu vel með sleif eða sleikju
  4. Taktu einn þriðja af deiginu og láttu í aðra skál.
  5. Bættu matarlit saman við deigið sem þú tókst frá.
  6. Láttu hvíta deigið í muffinsform, þau eiga að vera hálf.
  7. Láttu þrjár doppur af litaða deiginu í formin.
  8. Blandaðu lauslega saman litunum með skeiðarenda.
  9. Minnkaðu hitann í 180 gráður þegar kökurnar fara inn. Mjög mikilvægt svo þær verði ekki of dökkar, þá sést ekki liturinn.
  10. Bakaðu í miðjum ofni í 12-15 mín.

Kókos-hafra-jóla-smákökur

2017-12-06 09.25.25

100 g mjúkt smjör

2 egg

2 msk mjólk

1 dl púðursykur

1 msk síróp

½ tsk vanilludropar

1 tsk matarsódi

¼ tsk salt

1 msk kakó

2 dl kókosmjöl

2 dl haframjöl

1 dl hveiti

1 dl heilhveiti

Saxað súkkulaði

 

  1. Stilla ofninn á 180 og blástur.
  2. Hræra saman smjöri, eggi, mjólk og sírópi.
  3. Hræra öllu öðru saman við.
  4. Búa til kúlur og baka í 10-12 mín.

 

Smákökur

Þessa dagana eru allir hópar að baka smákökur og piparkökur.

2017-12-06 09.25.25

Hér eru linkar á uppskriftirnar.

3.bekkur bakaði Trallakökur,

http://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/heimilisfr3/#20

4.bekkur mun baka Súkkulaðismákökur  http://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/heimilisfr4/#24

5.bekkur bakar Sparikökur, Sparikökur

6. bekkur bakar, Smákökur frá 6-bekk

7.bekkur bakar, Dropasmákökur

8.bekkur bakar, Heiðarskólakökur

Valhóparnir baka Smákökur frá 6-bekk og 

Flestir baka svo líka piparkökur Piparkökur

Heiðarskólakökur

20171215_104850

80 g mjúkt smjör

1 dl púðursykur

1/2 dl sykur

1 egg

1 tsk matarsódi

½ tsk vanilludropar

½ tsk salt

2 msk Royal-búðingsduft

2  dl hveiti

2 msk saxað súkkulaði, kókosmjöl, smartís eða annað gott.

  1. Stillið ofninn á 180 gráður og blástur.
  2. Hrærið vel saman mjúku smjöri, sykri og eggi.
  3. Blandið öllu öðru saman við.
  4. Látið á plötu með skeið í 10-12 kökur.
  5. Bakið í 10 -15 mín.

Sparikökur

5. bekkur bakar sparikökur

 

2 dl hveiti

1 dl sykur

1 dl kornflögur, muldar

1 msk kókósmjöl

1/4 tsk salt

1/4 tsk matarsódi

50 g smjörlíki

50 g suðusúkkulaði, saxað

1 egg

 

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200 gráður og blástur.
  2. Saxið súkkulaðið smátt og myljið kornflögurnar.
  3. Mælið öll þurrefnin, nema súkkulaðið, í skál og hrærið saman.
  4. Myljið kalt smjörlíkið saman við, notið fingurgómana.
  5. Hrærið söxuðu súkkulaðinu saman við.
  6. Notið desilítramál eða bolla til að brjóta eggið í áður en þið bætið því út í skálina.
  7. Hrærið og hnoðið deigið saman.
  8. Hnoðið deigið á borðinu og skiptið því í fjóra til sex jafn stóra hluta.
  9. Rúllið hvern hluta út í lengju sem skipt er í jafn stóra bita og mótið í kúlur.
  10. Raðið á plötu og bakið í 10–12 mínútur.

Marsipankaka með kókos og eplum

20171110_130940

1 dl olía

1 egg

1 dl sykur

2 dl hveiti

1 dl kókosmjöl

1 tsk lyftiduft

1 tsk vanilludropar

2 msk saxað súkkulaði

50 g rifið marsipan (best að rífa það kalt)

½ grófrifið epli

 

  1. Stillið ofninn á 180 gráður og blástur.
  2. Hrærið vel saman smjöri, eggjum og sykri með peruþeytara.
  3. Blandið öllu öðru saman við með sleif og látið í smurt form.
  4. Bakið í 12-15 mínútur.
  5. Þegar kakan er köld er hægt að strá yfir hana flórsykri.

Snúðakaka

Bakstursvalið bakaði snúðaköku í gær, hún er dísæt og minnir á kanelsnúða.

 

Kaka:

1 egg

½ dl brætt smjör eða olía

1 dl sykur

1 tsk vanilludropar

¼ tsk salt

2 tsk lyftiduft

1 ½ dl mjólk

1 dl heilhveiti

2 ½ dl hveiti

 

Snúðablanda:

1 dl brætt smjör

1 dl púðursykur

1 msk hveiti

2 tsk kanill

 

Glassúr:

2 dl flórsykur

1-2 msk mjólk

½ tsk vanilludropar

 

  1. Stillið ofninn á 180 gráður og blástur.
  2. Mælið allt í skál sem á að fara í kökuna og blandið vel saman.
  3. Látið í smurt form
  4. Hrærið snúðablöndunni saman.
  5. Dreifið snúðablöndunni ofan á.
  6. Hrærið efsta laginu aðeins saman þannig að myndist marmaraáferð.
  7. Bakið í 25-30 mín
  8. Glassúr ofan á

Kanilkaka með glassúr

5. bekkur bakaði köku í vikunni.

½ dl brætt smjör eða olía

1 dl sykur

1 egg

2 ½ dl hveiti

1 tsk matarsódi

2 tsk kanill

1 dl súrmjólk/mjólk eða blanda af súrmjólk og mjólk

  1. Hitaðu ofninn, 180 gráður og blástur.
  2. Þeyttu saman smjör, sykur og egg.
  3. Láttu það sem eftir er saman við og hrærðu vel.
  4. Penslaðu hæfilega stórt mót með olíu eða bræddu smjörlíki og láttu deigið þar í.
  5. Bakaðu kökuna í 15-20 mínútur.
  6. Láttu kökuna kólna.
  7. Þegar kakan er orðin köld fer glassúrinn ofan á.

 

Glassúr

2 msk brætt smjör

2 dl flórsykur

1 msk sjóðandi heitt vatn

½ tsk vanilludropar

2 tsk kakó