Greinasafn | mars 2018

Austurlenskur núðluréttur

Prjónaæfingar hjá 7.bekk.

½ pakki austurlenskar núðlur

1 msk matarolía

¼ púrrulaukur í ræmum

1 gulrót í mjóum ræmum

Kál, getur verið kínakál, hvítkál eða spergilkál

½ chilepipar, smátt saxaður

2 rif hvítlaukur, smátt söxuð eða rifin

1 msk hunang

1 msk sojasósa

1 msk sesamolía

½-1 dl vatn

  1. Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka.
  2. Skerið grænmetið.
  3. Látið grænmetið malla við miðhita í 1 msk af matarolíu þar til það er orðið mjúkt, það á ekki að brúnast.
  4. Minnkið hitann og bætið saman við vatninu, hunanginu, soja sósunni og sesamolíunni..
  5. Hellið vatninu af núðlunum og bætið þeim á pönnuna, blandið vel.

Sojasósa er þunn, svört sósa unnin úr gerjuðum sojabaunum.

Salsabrauð

1 ½ dl volgt vatn

1 msk olía

1 tsk sykur

2 tsk þurrger

½  tsk hvítlaukssalt

3 dl hveiti

½ dl rifinn ostur

3 msk salsasósa

 

  1. Blandaðu saman vatninu og olíunni.
  2. Láttu sykur, þurrger, hvítlaukssalt og hveiti í skálina og hrærðu vel saman.
  3. Hnoðaðu deigið, bættu við hveiti ef þarf, deigið á ekki að klístrast við hendurnar en næstum því, passaðu að láta ekki of mikið af hveiti þá verður deigið þurrt og vont að eiga við það.
  4. Mótaðu ílangt brauð og og búðu til djúpa skoru eftir því endilöngu.
  5. Hrærðu saman salsasósunni og ostinum og láttu ofan í skoruna.
  6. Lokaðu skorunni hér og þar og passaðu að gera það vel þannig að það opnist ekki þegar það bakast.
  7. Penslið brauðið með olíu, gjarnan hvítlauksolíu.
  8. Láttu brauðið lyfta sér á plötunni í 15-20 mínútur, lengur ef tími er til.
  9. Bakaðu brauðið í 12-20 mínútur við 200 gráður og blástur.

 

Ef maður vill hafa brauðið sterkara er hægt að bæta saman við deigið söxuður chile pipar eða jalapenos.

Ef maður vill ekki hafa hvítlauksbragðið er hægt að láta venjulegt salt og þá bæta jafnvel við kryddjurtum

Ef maður vill fá meira hvítlauksbragð er hægt að bæta í deigið rifnum hvítlauk.

 

Pítsusnúðar

1 dl volgt vatn

3 msk matarolía

1 egg

2 tsk þurrger

3-4 dl hveiti

1 tsk pítsukrydd

½ tsk salt

  1. Láttu allt í skál og hrærðu saman með trésleif.
  2. Breiddu yfir skálina og láttu deigið lyfta sér í 10-15 mínútur ef tími er til.
  3. Bættu hveiti við ef þörf er á og hnoðaðu deigið á borðinu þar til það er orðið slétt og sprungulaust.
  4. Flettu deigið út í aflanga köku.
  5. Smyrðu kökuna með pítsusósu og stráðu rifnum osti ofan á.
  6. Vefðu deigið upp í lengju, skerðu hana í fingurþykkar sneiðar og raðaðu þeim á plötu með bökunarpappír.
  7. Breiddu yfir snúðana og láttu þá lyfta sér í 15-20 mín.
  8. Bakaðu þá í miðjum ofni á blæstri og 180 gráðum í 10-15 mín.