Fiskur í hvítlaukssmjörsósu

Í dag prófaði 8.bekkur nýja fiskuppskrift og hún sló í gegn.

Hér er uppskriftin:

2-4 fiskstykki eftir stærð

2 msk hveiti

½ tsk kryddsalt

Annað krydd ef vill t.d. pipar eða chili

1 msk olía

2 -3 msk smjör

3 hvítlauksrif, smátt söxuð.

1 ½ dl vatn

½ kjúklingateningur

1 tsk kryddjurtir t.d. steinselja eða oregano.

  1. Saxið hvítlaukinn smátt.
  2. Blandið saman hveitinu og kryddinu.
  3. Veltið fiskinum upp úr hveitiblöndunni.
  4. Hitið olíuna og steikið fiskinn, ekki alveg á mesta hita, fer eftir vélum.
  5. Bætið 1 msk af smjöri á pönnuna, lækkið hitann á miðhita og látið fiskinn aðeins malla.
  6. Takið fiskinn af pönnunni.
  7. Bætið hvítlauknum á pönnuna, bætið 1 msk af smjöri á pönnuna.
  8. Passið að brenna alls ekki hvítlaukinn, bætið vatninu á pönnuna áður en hvítlaukurinn verður dökkur.
  9. Bætið kjúklingateningnum, kryddjurtunum og 1 msk af smjöri á pönnuna.
  10. Hækkið hitann, látið suðuna koma upp og lækkið þá aftur, hrærið vel svo teningurinn bráðni.
  11. Látið fiskinn á pönnuna, ausið sósunni yfir fiskið og látið hann aðeins malla í sósunni.
  12. Berið fram með hrísgrjónum