Greinasafn | nóvember 2021

Núðlusalat

Í dag bjó 6.bekkur til núðlusalat. Mjög gott.

Núðlur eldaðar eftir leiðbeiningum á pakka

1 msk soya sósa

1 msk hunang

1 msk sesamolía

¼ tsk hvítlaukskrydd

Smá chili pipar

Grænmeti að eigin vali t.d. kínakál, gulrætur, vorlaukur, púrra, gúrka, baunir, maís, kryddjurtir, kúrbítur og fleira sem ykkur dettur í hug.

Kjöt t.d. skinka, eldaður kjúklingur eða rækjur.

  1. Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka, hellið vatninu af og látið núðlurnar í skál.
  2. Mælið það sem á að fara í sósuna í skál og hrærið vel saman.
  3. Hellið sósunni yfir soðnar núðlurnar.
  4. Skerið allt annað í mjóar ræmur og blandið saman við núðlurnar.