Tvílitar muffins

7-bekkur bakaði tvílitar muffins.

1 dl bráðið smjör

1 dl sykur

1 egg

1 dl mjólk

½ tsk vanilludropar

¼ tsk salt

1 ½ tsk lyftiduft

3 dl hveiti

matarlitur

  1. Hitaðu ofninn í 200 gráður og blástur.
  2. Hrærðu saman smjöri, sykri og eggi með þeytara í 2-3 mín.
  3. Bættu öllu öðru saman við og hrærðu vel með sleif eða sleikju
  4. Skiptu deiginu í tvær skálar, bættu mismunandi lit í og hrærðu vel.
  5. Láttu deigið í pappírsform eða sérstök muffinsform.
  6. Notaðu listræna hæfileika þína.
  7. Formin eiga að vera hálffull, alls ekki full.
  8. Minnkaðu hitann í 160 gráður þegar kökurnar fara inn.
  9. Bakaðu í miðjum ofni í 12-15 mín.

Þessar fann ég á netinu, þær eru ansi skrautlegar.

Færðu inn athugasemd