Vorkökur

Fyrir nokkrum árum var það þannig að hóparnir sem voru eftir jól kvörtuðu mikið yfir því að missa af piparkökubakstinum.

Ég tók þá piparkökuuppskriftina, henti út kryddinu og lét vanilludropa í staðinn og kallaði uppskriftina vorkökur.

Pantaði á Amazon form sem ekki voru jólaleg og nú eru bakaðar vorkökur á vorönninni og allir glaðir.  Þetta vorið baka 3 – 8 bekkur vorkökur.

Ég hef það skipulag á tímunum að ég bý til deigið deginum áður og þau fá 200-300 g hvert.

Ef þau gera deigið líka þá verður tímastress.  Með þessu skipulagi geta allir verið að fletja út og stinga út í rólegheitum og þetta verður kósýtími hjá flestum.

Hér er uppskriftin: Vorkökur