Sarpur

Vorkökur

Fyrir nokkrum árum var það þannig að hóparnir sem voru eftir jól kvörtuðu mikið yfir því að missa af piparkökubakstinum.

Ég tók þá piparkökuuppskriftina, henti út kryddinu og lét vanilludropa í staðinn og kallaði uppskriftina vorkökur.

Pantaði á Amazon form sem ekki voru jólaleg og nú eru bakaðar vorkökur á vorönninni og allir glaðir.  Þetta vorið baka 5 – 7 bekkur vorkökur.

Ég hef það skipulag á tímunum að ég bý til deigið deginum áður og þau fá 270-300 g hvert.

Ef þau gera deigið líka þá verður tímastress.  Með þessu skipulagi geta allir verið að fletja út og stinga út í rólegheitum og þetta verður kósýtími hjá flestum.

4 dl hveiti

1 ½ dl sykur

1 tsk matarsódi

90 g smjörlíki

1 tsk vanilludropar

½ dl mjólk

½ dl síróp

  1. Stilltu ofninn á 180 gráður og blástur.
  2. Blandaðu saman í skál hveitinu, sykrinum og matarsódanum.
  3. Skerðu smjörlíkið í litla bita og hrærðu þeim saman við með trésleif, myldu það síðan saman við með höndunum.
  4. Búðu til holu í deigið og helltu mjólkinni, dropunum og sírópinu þar í, hrærðu vel með sleif.
  5. Helltu deiginu á borð og hnoðaðu með mjúklega, athugaðu að þetta deig er allt öðruvísi viðkomu en gerdeig, mýkra og blautara. Það gæti þurft að bæta við smá hveiti en passaðu þig að láta ekki of mikið.
  6. Flettu deigið út með kökukefli og stingdu út kökur.
  7. Bakaðu kökurnar í 5-7 mínútur, athugaðu að þær eru mjög fljótar að brenna, sérstaklega ef þær eru litlar eða þunnt flattar út.

Tebollur, eldri uppskrift.

Í dag bakað 6-bekkur tebollur.

Hér er uppskriftin sem þau notuðu.

2016-10-07-10-42-43

2 ½ dl hveiti

1 dl heilhveiti

¾ dl sykur

½ tsk kardimommuduft

1 ½ tsk lyftiduft

½ dl súkkulaðispænir

1 dl matarolía

 egg

1 dl léttmjólk

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180 gráður og blástur.
  2. Brjótið eggið í skál, látið mjólkina og olíuna saman við og hrærið létt saman.
  3. Mælið þurrefnin saman við og hrærið með trésleif.
  4. Notið tvær skeiðar til að láta deigið í bollur á plötu með pappír á.
  5. Úr þessari uppskrift fást um það bil 12-14 tebollur.
  6. Hafið gott bil á milli bollanna. Og hafið þær eins fallegar í laginu og þið getið.
  7. Bakið í 10-12 mínútur.

Dropasmákökur

7-bekkur bakaði þessar í dag.20161216_105942

75 g mjúkt smjör

1 dl púðursykur

1/2 dl sykur

1 egg

1 msk heitt vatn

1/4 tsk möndludropar (má sleppa)

1 tsk vanilludropar

1/2 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

2  1/4 dl hveiti

1/2 dl súkkulaðispænir

 

  1. Stillið ofninn á 180 gráður og blástur.
  2. Hrærið smjör, sykur og púðursykur í nokkrar mínútur með rafmagnsþeytara.
  3. Bætið egginu út í og hrærið áfram með rafmagnsþeytaranum.
  4. Bætið öllu öðru saman við og hrærið með sleif eða sleikju.
  5. Látið deigið með teskeiðum í litlar kökur á tvær bökunarplötur með bökunarpappír á.
  6. Bakið í 7-10 mínútur.

 

Smákökur með RC.

2016-12-15-10-59-292 1/2 dl hveiti

2 1/2 dl haframjöl

1 dl sykur

1 dl púðursykur

1/2 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

1 tsk vanilludropar

100 g smjör

1 dl Rice Crispies

1 egg

1 dl súkkulaðispænir eða bitar

 

  1. Stillið ofninn á 180 gráður og blástur.
  2. Blandið saman öllum þurrefnunum, nema Rice Crispies.
  3. Bætið dropunum saman við.
  4. Myljið smjörið saman við með fingrunum þannig að smjörið hverfi alveg saman við þurrefnin.
  5. Blandið egginu, Rice Crispies og súkkulaðinum saman við með sleif.
  6. Hnoðið saman, ekki of lengi þá bráðnar súkkulaðið.
  7. skiptið deiginu í 4-6 hluta, rúllið út í lengjur og skerið í bita.
  8. Búið til kúlur og raðið á plötu með bökunarpappír.
  9. Bakið í 10-14 mínútur.

2016-12-15-10-59-04

Subway-eftirhermu-kökur

20161130_090551

Á netinu er mikið af eftirhermu-uppskriftum frá hinum ýmsu veitingahúsum.

Þessa gerði valið í síðustu viku, hún smakkaðist vel en ekki fannst nemendum hún smakkast eins og kökurnar frá Subway.

Þar sem ég hef aldrei smakkað kökurnar á Subway gat ég ekki haft skoðun á málinu.

70 g mjúkt smjör

         1 dl púðursykur

         1 egg

         1 tsk matarsódi

         ½ tsk vanilludropar

         ¼ tsk salt

         2-3 msk Royal-búðingsduft

         2 ½ dl hveiti

         2 msk saxað súkkulaði eða hnetur eða kókosmjöl eða smartís.

 

  1. Stillið ofninn á 180 gráður og blástur.
  2. Hrærið vel saman mjúku smjöri, sykri og eggi.
  3. Blandið öllu öðru saman við.
  4. Látið á plötu með skeið, hafið kökurnar frekar stórar.
  5. Bakið í u.þ.b. 10 mín.

Piparkökur

Hér eru bakaðar piparkökur þessa dagana.

4 dl hveiti

1 ½ dl sykur

1 tsk engifer

2 tsk kanill

1 tsk negull

1 tsk matarsódi

90 g smjörlíki

½ dl mjólk

½ dl síróp

  1. Stilltu ofninn á 180 gráður og blástur.
  2. Blandaðu saman í skál hveitinu, sykrinum og krydddinu.
  3. Skerðu smjörlíkið í litla bita og hrærðu þeim saman við með trésleif, myldu það síðan saman við með höndunum.
  4. Búðu til holu í deigið og helltu mjólkinni og sírópinu þar í, hrærðu vel með sleif.
  5. Helltu deiginu á borð og hnoðaðu með mjúklega, athugaðu að þetta deig er allt öðruvísi viðkomu en gerdeig, mýkra og blautara. Það gæti þurft að bæta við smá hveiti en passaðu þig að láta ekki of mikið.
  6. Flettu deigið út með kökukefli og stingdu út kökur.
  7. Bakaðu kökurnar í 5-8 mínútur, athugaðu að þær eru mjög fljótar að brenna, sérstaklega ef þær eru litlar eða þunnt flattar út.

Á Norðurlöndunum þykir mörgum piparkökubakstur ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum og börn taka gjarnar virkan þátt í honum.

Piparkökur eru þó borðaðar allt árið.

Þrátt fyrir nafnið er pipar sjaldan notaður í piparkökur.

Það var þó iðulega gert áður fyrr og það gera þeir enn Hérastubbur bakari og bakaradrengurinn í Hálsaskógi.

20161128_125450

Hjónabandssæla í múffumótum

6-bekkur bakaði þessa útgáfu af hjónabandssælu sem er í bókinni Gott og gagnlegt 2.

 

 

2 dl hveiti

2 dl haframjöl

1 dl púðursykur

1/2 tsk matarsódi

80 g smjörlíki

1 egg

3-4 msk rababarasulta

12 múffuform

  1. Stillið ofninn á 200 gráður og blástur
  2. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál.
  3. Myljið smjörlíkið saman við.
  4. Hrærið eggið saman við og hnoðið í kúlu, passið að hnoða ekki of lengi þá verður deigið allt of blautt.
  5. Skiptið deiginu í þrjá jafn stóra búta.  Geymið einn (hann fer ofan á)
  6. Takið tvo búta og gerið lengju sem þið skerið í tólf bita.
  7. Látið einn bita í hvert form
  8. Látið smá sultu ofan á hvern bita.
  9. Myljið afganginn af deiginu (þriðja bútinn, sem við vorum að geyma) ofan á sultuna.
  10. Bakið í um það bil 15 mínútur.

Kryddkaka – Brúnkaka

7-bekkur var að baka gamaldags brúnköku, hún heitir í bókinni Gott og gagnlegt kryddkaka.

Nafnið ruglar þau aðeins og þau halda að þetta sé kryddbrauð sem eigi að borða með smöri og osti.

Börn í dag eru líklega ekki vön gamaldags formkökum eins og maður fékk hjá ömmu.

2016-11-11-11-05-32

125 g mjúkt smjörlíki

2 dl púðursykur

1 egg

3 1/2 dl hveiti

1/2 tsk matarsódi

1 tsk negull

1 tsk kanill

1 msk kakó

1 1/2 dl súrmjólk (við notuðum léttmjólk)

1/2 -1 dl rúsinur ef maður vill

  1. Stillið ofninn á 180 gráður og blástur.
  2. Hrærið smjörlíki og púðursykur saman með rafmagnsþeytara þar til það er ljóst og létt.  (4-5 mínútur)
  3. Bætið egginu út í og hrærið vel. (2-3 mínútur)
  4. Látið þurrefnin og mjólkina saman við og hrærið vel með sleikju eða sleif.
  5. Skiptið deiginu í tvö lítil formkökuform og bakið í 35-40 mínútur.
  6. Ef þið notið bara eitt stærra form þá þarf bökunartíminn að lengjast um 10 mínútur.

Tvílitar muffins

7-bekkur bakaði tvílitar muffins.

1 dl bráðið smjör

1 dl sykur

1 egg

1 dl mjólk

½ tsk vanilludropar

¼ tsk salt

1 ½ tsk lyftiduft

3 dl hveiti

matarlitur

  1. Hitaðu ofninn í 200 gráður og blástur.
  2. Hrærðu saman smjöri, sykri og eggi með þeytara í 2-3 mín.
  3. Bættu öllu öðru saman við og hrærðu vel með sleif eða sleikju
  4. Skiptu deiginu í tvær skálar, bættu mismunandi lit í og hrærðu vel.
  5. Láttu deigið í pappírsform eða sérstök muffinsform.
  6. Notaðu listræna hæfileika þína.
  7. Formin eiga að vera hálffull, alls ekki full.
  8. Minnkaðu hitann í 160 gráður þegar kökurnar fara inn.
  9. Bakaðu í miðjum ofni í 12-15 mín.

Þessar fann ég á netinu, þær eru ansi skrautlegar.

Muffins með súkkulaðibitum

5- bekkur bakaði muffins.

 

50 g bráðið smjör

1 dl sykur

1 egg

1 dl mjólk

1 tsk vanilludropar

2 tsk lyftiduft

3 dl hveiti

2 msk saxað súkkulaði

 

  1. Hitaðu ofninn í 180 gráður og blástur.
  2. Hrærðu saman smjörlíki, sykri og eggi með sleif.
  3. Bættu öllu öðru saman við og hrærðu vel.
  4. Láttu deigið í pappírsform eða sérstök muffinsform,smurð. Athugaðu að láta formin aðeins vera hálf.
  5. Bakaðu í miðjum ofni í 10-15 mín.

Möndlukaka með bleikum glassúr

Mömdlukakan er ótrúlega vinsæl í þessum skóla.

½ dl brætt smjör eða olía

1 dl sykur

1 egg

2 dl hveiti

1 ½  tsk lyftiduft

½ tsk salt

1 tsk möndludropar

dl mjólk

  1. Hitið ofninn í 180°.
  2. Hrærið saman smjöri og sykri þar til létt og ljóst.
  3. Bætið eggi saman við og hrærið vel.
  4. Bætið þurrefnum saman við ásamt möndludropum og mjólk.
  5. Hrærið þar til deigið verður slétt og kekkjalaust.
  6. Setjið deigið í smurt bökunarform og bakið í 12-15 mínútur.

Glassúr

3 dl flórsykur

1 msk heitt vatn

1 msk Ribena sólberjasafi

(eða 1 msk af vatni í viðbót og  rauður matarlitur)

  1. Blandið vatni öllu saman og hrærið vel.
  2. Athugið að matarlitur er misþykkur og því gæti þurft meira eða minna vatn.
  3. Hellið kreminu yfir kökuna og berið fram.

20170222_091058

Tebollur

Ekki líta þær alltaf eins út þó sama uppskriftin sé notuð.

2016-10-07-10-42-16

½ dl olía

½ dl sykur

1 egg

3 msk mjólk

1 tsk lyftiduft

1 ½ dl hveiti

½ dl heilhveiti

¼ tsk kardimommur

1-2 msk saxað súkkulaði

 

  1. Ofninn stilltur á 180 gráður og blástur.
  2. Olía, egg og sykur er þeytt saman með þeytara í 4-5 mín.
  3. Restinni blandað saman við og hrært saman með sleif.
  4. Sett á bökunarplötu með tveim skeiðum í 8 bollur.
  5. Bakað í u.þ.b. 12-15 mín eða þar til þær eru orðnar gulbrúnar.

 

Stundum eru settar rúsínur í staðin fyrir  súkkulaði í tebollur

 

Pönnukökur

8.bekkur skellti í pönnukökur í morgun.

2016-10-06-08-49-43

2 ½ dl hveiti

         ½ tsk lyftiduft

         2 tsk sykur

         ½ tsk vanillu eða sítrónudropar

         2 egg

4 dl mjólk

2 msk brætt smjörlíki

  1. Láttu hveitið, sykurinn og lyftiduftið saman í skál og blandaðu saman.
  2. Hrærðu helmingnum af mjólkinni saman við og hrærðu deigið kekkjalaust.
  3. Bættu eggjunum saman við einu og einu í einu og hrærðu vel í á milli.
  4. Bættu afgangnum af mjólkinni og dropunum saman við.
  5. Hitaðu pönnuna og bræddu smjörlíkið á henni við miðhita.
  6. Helltu smörlíkinu saman við deigið og hrærðu vel.
  7. Hafðu tilbúna grind eða disk undir pönnukökurnar og spaða til að snúa þeim við með.
  8. Hitaðu pönnuna á miðhita, ekki láta deig á pönnuna fyrr en hún er orðin heit.
  9. Hellið hálfum dl af deigi á pönnuna og láttu deigið renna yfir alla pönnuna.
  10. Notið pönnukökuspaðann til að losa deigið frá kantinum.
  11. Lyftið kökunni varlega og athugið litinn á henni, þegar hún er orðin ljósbrún þá snýrðu henni við.
  12. Þegar hún er orðin ljósbrún báðu megin þá er hún tilbúin.
  13. Athugið að minnka og auka strauminn eftir þörfum.
  14. Þurrkið strax upp allt deig sem fer út á eldavélina.

Hjónabandssæla

Í dag bakaði 5.bekkur Hjónabandssælu.

2016-10-05-13-41-09

2 dl haframjöl

1 dl heilhveiti

1 dl hveiti

1 dl púðursykur

1 tsk lyftiduft

80 g smjörlíki

1 egg

Rababarasulta

 

  1. Látið í skál haframjöl, heilhveiti, hveiti, lyftiduft og púðursykur.
  2. Skerið smjörlíkið í litla bita og myljið það saman við með höndunum.
  3. Hrærið egginu saman við með sleif.
  4. Látið ¾ af deiginu í botninn á smurðu formi, látið sultuna ofan á og stráið síðan restinni af deiginu yfir.
  5. Bakið við 180 gráður og blástur í 15-20 mín.

 

 

Hjónabandsæla er algeng hversdagskaka sem á rætur að rekja til austurrískrar köku sem heitir Linzertorte.

Rababari er fjölær, harðgerð planta sem ræktuð er víða um Norður-Evrópu en er sennilega upprunnin í Norðvestur Kína eða Tíbet.

Talið er að rababari eða rótin af honum hafi verið notaður til lækninga í Kína fyrir meira en fimm þúsund árum.

Öldum saman var hann eingöngu ræktaður vegan rótarinnar.Fyrir tvö þúsund arum fluttu Kínverjar til Evrópu þurrkaðar rababararætur og seldu þær háu verði.

Blöðin innihalda eiturefni og eru því aldrei borðuð.

Sjónvarpskaka

img_0506

1 ½ dl sykur
2 stk. egg
1 tsk. vanillusykur
2 ½ dl hveiti
1 tsk. lyftiduft
½ dl mjólk
25 g brætt smjör eða 2 msk olía

Kókoskaramella
60 g smjör
1 ½ dl kókosmjöl
1 dl púðursykur
2 msk. mjólk

  1. Þeytið saman með egg og sykur þar til létt er og ljóst.
  2. Blandið saman vanillusykri, hveiti og lyftidufti og sigtið saman við þeytinguna, bræðið smjör og blandið saman við mjólkina og svo út í þeytinguna, blandið öllu vel saman með sleikju.
  3. Setjið deigið í kringlótt kökuform og bakið við 180°og blástur í 10-15 mín.
  4. Lagið karamelluna á meðan. Látið allt hráefnið í pott og sjóðið við vægan hita í ca. 5 mín.
  5. Takið formið út, hellið karamelluna yfir og svo strax inn í ofn aftur og bakið í ca. 10 mín.

 

Karmellan verður að vera heit þegar henni er smurt á kökuna annars fer kakan í klessu.

Kókosmjöl er aldinkjöt úr kókoshnetu sem er þurrkað og malað eða rifið í flögur.

 Það er mikið notað í kökur, sælgæti, og ábætisrétti.

Einnig í fjölmarga ósæta rétti, þá aðallega í Austurlöndum fjær.

 

Næstum því ekki óhollar hafrakökur

Þessar eru voða góðar.

2016-09-19-14-41-29

1 dl púðursykur eða hrásykur

70 g ísl smjör, mjúkt eða kókosolía eða bland af báðu

1 egg

2 msk mjólk

3 ½ dl haframjöl

1 dl kókosmjöl

1 dl hveiti eða spelt

½ dl hörfræ

½ dl sesamfræ

½ tsk lyftiduft

½ tsk matarsódi

¼ tsk salt

½ tsk kanill

(súkkulaði)

 

  1. Stillið ofninn á 180 gráður og blástur.
  2. Hrærið vel saman mjúku smjöri og púðursykri.
  3. Látið eggið og mjólkina saman við og hrærið saman.
  4. Bætið öllu öðru saman við og hrærið vel.
  5. Deigið á að vera þannig að maður geti klest því saman með höndunum.
  6. Búið til kúlur á stærð við golfbolta með höndunum og klessið niður.
  7. Ef þið viljið hafa þær stökkar þá hafið þið þær þunnar.
  8. Bakið í 10-15 mínútur eftir þykkt eða þar til liturinn er passlegur.

Gott er að bæta við súkkulaðibitum eða láta smá brætt súkkulaði ofan á.

Hörfræ eru trefjarík og innihalda fitusýrur sem eru mjög hollar.