Greinasafn | október 1, 2021

Tiktok pasta að hætti Heiðarskóla

Á samfélagsmiðlum gengur uppskrift þessa dagana af pasta þar sem grænmeti og fetaostur er bakað í ofni og soðið pasta síðan sett saman við.

Mín reynsla af krökkum er sú að feta ostur sé ekki vinsæll svo krakkarnir í áttunda bekk prófuðu að nota rjómaost í staðinn. Það kom mjög vel út og var borðað upp til agna.

Hér er uppskriftin sem þau notuðu.

1 dl rjómaostur

½ dl rjómi

Tómatar

Spínat

Skinka

Hvítlaukur

Chilli

Krydd

½ teningur

Soðið pasta

  1. Hitið ofninn, 200 gráður og blástur.
  2. Smyrjið eldfast mót með olíu.
  3. Látið rjómaostinn í miðjuna og smátt skorna skinku og grænmeti í kring.
  4. Hellið rjómanum yfir ostinn.
  5. Myljið teninginn yfir og stráið kryddinu yfir.
  6. Bakið í 20 mínútur.
  7. Sjóðið pastað í potti eftir leiðbeiningum á pakka.
  8. Takið eldfasta mótið úr ofninum og hrærið öllu vel saman sem í því er.
  9. Smakkið og kryddið meira ef þarf.
  10. Veiðið pastað upp úr pottinum og blandið saman við sósuna í forminu.

Hér er myndbandið sem við horfðum á.